Vináttulög

 

Allir eru vinir á Vesturborg

 

Allir eru vinir á Vesturborg, Vesturborg, Vesturborg

Allir eru vinir á Vesturborg, við erum vinir þú og ég

 

Á Vesturborg er yndislegt að vera

Allir hjálpast að

Á Vesturborg er alltaf nóg að gera

þú finnur ekki betri stað

 

Allir eru vinir á Vesturborg, Vesturborg, Vesturborg

Allir eru vinir á Vesturborg, við erum vinir þú og ég

 

Vesturborgin öllum er svo kær

Allir þekkja bæinn sinn

Norðurbær svo Miðbær

Og Suðurbær,

já þetta er besti leikskólinn

 

Allir eru vinir á Vesturborg, Vesturborg, Vesturborg

Allir eru vinir á Vesturborg, við erum vinir þú og ég

 

Höfundur: Bryndís Sunna

 

 

Vesturborgarbragur

 

Við erum kátu krakkarnir á Vesturborg,

við rífumst næstum aldrei og rekum ekki upp org!

Við leirum, púslum, perlum og syngjum sí og æ

á Suðurbæ, Miðbæ og Norðurbæ.

 

Við rennum og vegum og rólum svo hátt,

Hoppum og skoppum og hlæjum dátt og kátt.

Hér ríkir gleði en aldrei sorg,

því allir eru vinir á Vesturborg!

 

Höfundur: Silja Traustadóttir