Vinabangsar

Á Vesturborg búa þrír vinabangsar, einn á hverri deild leikskólans. Á Norðurbæ er Baddi, á Miðbæ er Kjartan og á Suðurbæ er Birgitta. Vinabangsarnir eru mjög skemmtilegir og kenna okkur um vináttu, ábyrgð og virðingu. 

Bangsarnir fá að fara í heimsóknir heim til barnanna á sínum deildum, yfirleitt yfir eina helgi. Þá passar barnið og fjölskylda þess vinabangsann, leikur við hann og sýnir honum heimilislífið! Hver bangsi er með bók með sér sem foreldrarnir skrifa í um heimsóknina og setja jafnvel myndir með. 

Þegar vinabangsinn kemur aftur í leikskólann er bókin hans tekin með í samverustund og við lesum frásögnina og barnið fær að sýna myndir og segja frá. 

Badda, Kjartani og Birgittu þykir mjög vænt um krakkana á Vesturborg og hlakkar til að fá að heimsækja þau öll!