Áherslur

Við leggjum mikla áherslu á að allir séu góðir vinir, að virðing sé borin fyrir trúarbrögðum, skoðunum og kynþáttum og að koma fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur.


Með gagnkvæmri virðingu og vináttu öðlumst við öryggi sem gerir það að verkum að öllum líður vel og hver einstaklingur fær að njóta sín. Með þessu móti styrkjum við jákvæða sjálfsmynd barnanna.


Við leggjum áherslu á að hver og einn fái að njóta sín sem einstaklingur. Það gerum við með því að rækta tjáningar- og sköpunarmátt barnanna í þeim tilgangi að styrkja sjálfsmynd þeirra, öryggi og getu til þess að leysa málin á friðsamlegna hátt.


Markmið okkar á Vesturborg er að efla alhliða þroska barnanna okkar. Við leitumst við að gera börnin sjálfstæð og kennum þeim að trúa á sjálf sig í stað þess að gefast upp.