Vinátta og virðing

Allir eru vinir á Vesturborg!!

 

Einkunnarorð okkar á Vesturborg eru vinátta og virðing. Við leggjum okkur fram við að kenna börnunum að vera góð hvert við annað og að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu. 

Við fléttum þessi gildi inn í allt starf á leikskólanum og viljum þannig skapa öruggt og jákvætt umhverfi fyrir börnin að lifa og þroskast í.