Við vinnum mikið með bókina Lubbi finnur málbein og er hljóðanám í þrívídd. Við höfum þróað okkar eigin efni sem við nýtum samhliða efni höfunda. Okkar efni er:
Lubbaspjöld - við prentuðum vísurnar á stór spjöld með myndum fyrir ofan ákveðin orð.
Rímspjöld sem fylgja hverju hljóði.
Spjöld með orðskýringum þar sem útskýrð eru ýmis orð í vísunum.
Lubbakassar - kassar þar sem við höfum safnað þrívíðum hlutum sem hægt er að leika með á ýmsa vegu.