Ferðalag Línu Langsokks

Ferðalag Línu Langsokks, sýning í Norræna húsinu 23-29 apríl

Leikskólinn Vesturborg byrjaði haustið 2012 í
Comeníusarverkefni sem kallast „Pippis quest" eða ferðalag Línu. Verkefnið er
samstarfsverkefni milli skóla á Íslandi, Slóveníu, Írlandi, Þýskalandi,
Eistlandi og Spáni. Unnin eru verkefni þar sem Lína Langsokkur er í
aðalhlutverki, þar sem hún kynnir sér öll löndin. Skólarnir útbúa dagbók
Línu Langsokks þar sem hún kynnir skóla viðkomandi lands.
Börnin á Vesturborg eru ásamt Línu Langsokk búin að fara um hverfið sitt og
taka myndir af því sem þeim þykir áhugarvert, Lína hefur líka tekið þátt í daglegu starfi auk þess sem börnin tóku saman efni af Internetinu sem þau vildu hafa með í kynningunni.

Börnin á Vestuborg ætla að vera með sýningu á afrakstri verkefnisins í Barnahelli Norræna hússins á
Barnamenningarhátíðinni dagana 23. – 29. apríl 2013.