Tiltektardagur Foreldrafélagsins

Foreldrafélagið var með sinn árlega tiltektardag í lok maí mánaðar. Þá komu saman foreldrar, börn og starfsfólk í lok dags og stungu upp grænmetis- og kartöflugarðinn okkar, settu niður blóm, reyttu arfa og tíndu rusl. Í lokin voru svo grillaðar pylsur með öllu tilheyrandi. Mæting var mjög góð og var almenn sátt um að dagurinn hafi verið einstaklega vel heppnaður enda lék veðrið við hvurn sinn fingur.