Dagur íslenskrar tungu

Við heiðruðum íslenska tungu í dag með söng og sögustund í salnum. Vala sagði söguna Um Gýpu og hlustuðu börnin af athygli. Við sungum svo nokkur lög og krakkarnir á Suðurbæ sungu lagið Á íslensku má alltaf svar. Við hvöttum alla til að mæta í bláum, hvítum og rauðum fötum þennan dag og var þó nokkur hópur sem gerði það.