Dagur gegn einelti 2016

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er dagurinn nú haldinn í sjötta sinn hér á landi.

Við á Vesturborg héldum upp á daginn með því að sameinast í einum stórum vináttuhring á lóðinni okkar og sungum saman einkennislag leikskólans ,,Allir eru vinir á Vesturborg".