Viðburðaríkur júní

Júní er búinn að vera viðburðaríkur hjá okkur á Vesturborg. Við byrjuðum á að setja niður kartöflur og grænmeti. Svo höfum við verið dugleg að leika okkur úti og gera garðinn fínni og fínni. 

Þriðjudaginn 21. júní kom Brúðubíllinn á sundlaugartúnið og sameinuðumst við leikskólunum í hverfinu að horfa á þá skemmtun. Við skemmtum okkur mjög vel og voru öll börnin til fyrirmyndar. Vesturbæjarbörnin eru fyrirmyndarborgarar sem mjög gaman er að vera með. 

Föstudaginn 24. júní héldum við okkar árlegu Sumarhátíð. Þá var sko glatt á hjalla. Foreldrar komu seinni partinn og fóru með börnum sínum og kennurum í skrúðgöngu um hverfið með skemmtilega lúðrasveit í broddi fylkingar. Þegar komið var aftur á Vesturborg beið okkar engin önnur en Lína langsokkur uppi á þaki! Hún gladdi börnin með söng, töfrabrögðum og fíflalátum. Öll börn sem vildu fengu mynd með sér og Línu. Grillaðar voru pylsur sem runnu ljúft niður. Afrakstur vetrarins var sýndur í salnum og á deildum. 

Nú eru bara nokkrir dagar þangað til við förum í sumarfrí en síðasti opnunardagurinn er fimmtudagurinn 7. júlí.

júní3 136sumarhátið 102 Medium