Sumarið komið

Sumarið er svo sannarlega komið hér á Vesturborg. Laugardaginn 28. maí var tiltektardagur á leikskólanum. Foreldrar, börn og starfsfólk komu saman og tóku vel til í garðinum. Arfi var reyttur, kartöflubeðið undirbúið fyrir niðursetningu og dittað að mörgu. Allir stóðu sig mjög vel og fengu grillaðar pylsur að lokum. 

Krakkarnir settu svo niður kartöflur þegar komið var í leikskólann mánudaginn 30. maí. Það var mjög gaman í góðu veðri. Myndir af því eru komnar á myndasíðuna og einnig af tiltektardeginum. Endilega hafið samband við okkur ef þið komist ekki þar inn. 

maí5 092