Nýjar myndir og fjör í leikskólanum

Nú er mikið að gera á Vesturborg. Vorið er komið og allar deildir hafa nóg að gera hvort sem það er að föndra, leika sér úti eða fara í ferðir. Vorferð foreldrafélagsins var farin 30. apríl. Allar deildir eru núna búnar að mála á brókinni, nú síðast Norðurbær. Það vakti mikla lukku. Svo eru elstu krakkarnir á Suðurbæ alltaf að gera eitthvað skemmtilegt til að klára leikskólann með pompi og prakt. 

Á myndasíðunni eru núna komnar nýjar myndir hjá Norðurbæ, bæði myndir úr leik og starfi og af börnunum að mála í salnum.