Vorið er komið!

Nú er vorið komið og við getum loksins verið almennilega úti. Garðurinn er búinn að vera ísilagður í marga mánuði og veðrið hefur sjaldnast boðið upp á mikla útiveru. Við erum þess vegna búin að njóta þess síðustu daga að vera úti bæði fyrir og eftir hádegi og ekkert lát er á gleðinni yfir leiknum. Nú byrjum við líka að fara í fleiri vettvangsferðir á skemmtilega staði í nágrenninu. 

Miðvikudagurinn 20. apríl og föstudagurinn 22. apríl eru starfsdagar hjá okkur. Fimmtudagurinn 21. apríl er sumardagurinn fyrsti og verður því lokað 20.- 22. apríl. 

Við vonum að vorið verði ykkur ljúft og gott.

 
Hér er verið að velta fyrir sér hvenær sé hægt að fara út (í mars).


Hér eru krakkar komnir í fjöruna á Ægisíðunni (nú í apríl).