Foreldraráð

Samkvæmt lögum um leikskóla, nr. 90/2008, skal vera starfandi foreldraráð við hvern leikskóla.

Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar.
Leikskólastjóri hefur frumkvæði að kosningu í foreldraráð.
Foreldrar kjósa fulltrúa sína í foreldraráð í september ár hvert til eins árs í senn.
Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði.
Foreldraráð setur sér sjálft starfsreglur.

Hlutverk foreldraráðs
  • Foreldraráð skal gefa umsagnir til leikskólans og skóla- og frístundaráðs um:
    • framkvæmd skólanámskrár
    • að skólanámskrá, starfsáætlun og aðrar áætlanir leikskólans séu kynntar fyrir foreldrum.
  • Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfinu.
  • Foreldraráð fjallar ekki um málefni einstakra barna eða starfsmanna.
  • Foreldrar geta óskað eftir því að stofnað verði foreldrafélag og skal leikskólastjóri þá aðstoða við stofnun þess. Foreldrafélag getur ekkitekið að sér verkefni foreldraráðs.

Þeir foreldrar sem vilja vera í foreldraráði endilega hafa samband við Írisi, leikskólastjóra sem fyrst.

Stjórn foreldraráðs 2018 - 2019 skipa:

Anna Friðrikka Jónsdóttir, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Mamma Dags Kára á Suðurbæ og Nönnu Sigrúnar á Norðurbæ.

Ágústa Edwald, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  Mamma Harrisar á Miðbæ.