Velkomin á Vesturborg

Brúðubíllinn

Brúðubíllinn

Þann 14.júní kom Brúðubíllinn á Sundlaugartúnið og að sjálfsögðu skelltu börn og starfsfólk Vesturborgar sér á sýninguna enda góð skemmtun :)

Lesa >>


Tiltektardagur Foreldrafélagsins

Tiltektardagur Foreldrafélagsins

Foreldrafélagið var með sinn árlega tiltektardag í lok maí mánaðar. Þá komu saman foreldrar, börn og starfsfólk í lok dags og stungu upp grænmetis- og kartöflugarðinn okkar, settu niður blóm, reyttu arfa og tíndu rusl. Í lokin voru svo grillaðar pylsur með öllu tilheyrandi. Mæting var mjög góð og var almenn sátt um að dagurinn hafi verið einstaklega vel heppnaður enda lék veðrið við hvurn sinn fingur.

Lesa >>


Bóndadagurinn - pabba- & afakaffi

Bóndadagurinn - pabba- & afakaffi

Þorrinn hefst með bóndadegi og af því tilefni klæðumst við lopapeysum eða öðrum þjóðlegum fötum og syngjum og tröllum í salnum. Í hádeginu fáum við alíslenskan mat :)

Börnin bjóða svo pöbbum sínum og öfum í bóndadagskaffi kl.14:30-15:30 - hlökkum til að sjá ykkur :0)

Lesa >>


Gleðilegt nýtt ár

Gleðilegt nýtt ár

Um leið og við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs þökkum við skemmtilegt samstarf á árinu sem er að líða. Það verður nóg um að vera hjá okkur á nýju ári og ber þar fyrst að nefna danskennslu sem hefst í næstu viku, 

Lesa >>


Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Við heiðruðum íslenska tungu í dag með söng og sögustund í salnum. Vala sagði söguna Um Gýpu og hlustuðu börnin af athygli. Við sungum svo nokkur lög og krakkarnir á Suðurbæ sungu lagið Á íslensku má alltaf svar. Við hvöttum alla til að mæta í bláum, hvítum og rauðum fötum þennan dag og var þó nokkur hópur sem gerði það.  

Lesa >>

Fleiri fréttir


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins