Velkomin á Vesturborg

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

„Ástkæra ylhýra málið
og allri rödd fegra!
Blíð sem að barni kvað móðir
á brjósti svanhvítu;
móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mér yndið að veita.“

-Jónas Hallgrímsson

Í tilefni af degi íslenskrar tungu fengum við 15 ára unglinga úr Hagaskóla í heimsókn. Krakkarnir fóru í fimm hópa og skiptu sér á milli deilda og sögðu börnunum sögu sem þau bjuggu til sjálf. Þetta tókst mjög vel og voru börnin mjög áhugasöm.

Lesa >>


Alþjóðlegi bangsadagurinn - náttfataball

Alþjóðlegi bangsadagurinn - náttfataball

Alþjóðlegi bangsadagurinn er á föstudaginn, 27. október.


Bangsadagurinn fellur ár hvert á fæðingardag Theodore „Teddy“ Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og er hann haldinn hátíðlegur víða um heim.
Roosevelt var mikil skotveiðimaður og sagan segir að eitt sinn þegar hann var á veiðum hafi hann vorkennt litlum varnalausum bjarnahúni og sleppt honum. Washington Post birti skopmynd af þessum atviki.
Búðareigandi einn í Brooklyn í New York varð svo hrifin af þessari sögu að hann bjó til leikfangabangsa sem hann kallaði í höfuðið á Teddy eða Teddy Bear. Nú er þessi leikfangabangsi orðin vinsæll leikfélagi barna um allan heim og er hann í aðalhlutverki þegar alþjóðlegi bangsadagurinn rennur upp.

Þennan dag eru bangsar velkomnir með í leikskólann og við ætlum líka að koma í náttfötum og skella okkur á náttfataball í salnum.

 

Lesa >>


Skipulagsdagar starfsfólks

Skipulagsdagar starfsfólks

Dagana 2.-3.október nk verða skipulagsdagar starfsfólks og leikskólinn lokaður þessa daga.

Lesa >>


Sumarhátíð 2017

Sumarhátíð 2017

Síðastliðinn föstudag var haldin Sumarhátið Vesturborgar og tókst hún mjög vel. Farið var í skrúðgöngu um hverfið og börn og foreldrar tóku lagið í fjöldasöng. Sirkus Íslands kom og sýndi listir sínar við mikinn fögnuð viðstaddra og boðið var upp á grillaðar pylsur og safa.  

Lesa >>


Brúðubíllinn

Brúðubíllinn

Þann 14.júní kom Brúðubíllinn á Sundlaugartúnið og að sjálfsögðu skelltu börn og starfsfólk Vesturborgar sér á sýninguna enda góð skemmtun :)

Lesa >>

Fleiri fréttir


Foreldravefur


Menntaáætlun Evrópusambandsins