Eldhús

Supatra eða Pat eins og hún er kölluð er matráður og vinnur 8-16. 

Við leggjum upp úr því að hafa hollt og gott fæði fyrir börnin, þau fá vatn með matnum og mjólk síðdegis. Við vinnum með ferskt hráefni og búum til okkar rétti frá grunni þ.e. unnar matvörur eru í algjöru lágmarki hjá okkur. Grænmeti er með flestum mat hjá okkur.

Afmælisdagar eru einu sinni í mánuði um miðjan mánuðinn og þá erum við með pizzu og djús í hádeginu, eitthvað óvænt og ávexti síðdegis.

Óskað er eftir að forráðamenn barna með fæðuofnæmi eða fæðuóþol komi með staðfestingu frá lækni um það.